Mohamed Salah er að skrifa undir nýjan samning hjá Liverpool.
Fabrizio Romano segir frá þessu.
Segir hann samkomulag nánast í höfn, núverandi samningur Salah rennur út í sumar.
Romano segir Virgil van Dijk einnig á barmi þess að skrifa undir.
Þeir tveir verða því áfram en Trent Alexander-Arnold er líklega á förum til Real Madrid.