fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
433Sport

Þungur dómur sem Aron fékk í gær vekur reiði hjá sumum – „Hafa ekki viljað láta bendla sig við kynþáttafordóma lengur“

433
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra furðu að Aron Sigurðarson fyrirliði KR var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að keyra inn í Andra Fannar Stefánsson leikmann KA.

Atvikið átti sér stað í leik liðanna á sunnudag en Aron fékk tveggja leikja bann frá aganefnd KSÍ í gær.

Rætt var um málið í Þungavigtinni í dag. „Mér þykir það, ef ég væri Óskar Hrafn núna þá myndi sjóða á mér. Hvað er í skýrslu dómarans, það var eitthvað ritað í hana sem verður til þess að aganefndin dæmir svona,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson.

Kristján segir ekkert samræmi í dómum aganefndar og hefur lengi haldið því fram. „Samræðið hjá þessari aganefnd er aldrei neitt. Aron var skömmustulegur og virtist ekki segja neitt.“

„Aganefndin sjálf ætti að fara í ótímabundið bann, ég verð að auglýsa eftir því að Þorvaldur Örlygsson taki þarna til og stokki upp.“

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA telur aganefndina hafa viljað þurrka af sér stimpil sem sumir hafa viljað klína á þá. „Ég held að aganefndin hafi ekki viljað láta bendla sig við kynþáttafordóma lengur. Guðmundur Kristjánsson fékk í fyrra einn leik í bann fyrir að bomba leikmann FH í andlitið.“

„Þetta er galið tveggja leikja bann, það er eins og stjórn FH sé að ákveða þessa refsingu sem mæta þeim í þriðju umferð. Ég hef séð 300 sinnum ljótari brot í þessari deild þar sem menn fá einn leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Newcastle og Manchester United – Bayindir í markinu

Byrjunarlið Newcastle og Manchester United – Bayindir í markinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrsti í sögunni til að leggja upp sjö mörk

Fyrsti í sögunni til að leggja upp sjö mörk
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fluttur á sjúkrahús og mætir ekki gegn Manchester United

Fluttur á sjúkrahús og mætir ekki gegn Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill fá átta sinnum hærri laun ef hann skrifar undir hjá Manchester United

Vill fá átta sinnum hærri laun ef hann skrifar undir hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bendlar Muller við Manchester United – ,,Svo fer hann til Englands“

Bendlar Muller við Manchester United – ,,Svo fer hann til Englands“
433Sport
Í gær

Segist vera með fullkomna níu og vill ekki annan í sumar

Segist vera með fullkomna níu og vill ekki annan í sumar
433Sport
Í gær

Mikill hiti og skiptar skoðanir á stöðunni á Hlíðarenda – „Ég skil alveg að þráðurinn sé stuttur“

Mikill hiti og skiptar skoðanir á stöðunni á Hlíðarenda – „Ég skil alveg að þráðurinn sé stuttur“
433Sport
Í gær

,,Hann verður áfram hjá okkur á næsta tímabili“

,,Hann verður áfram hjá okkur á næsta tímabili“
433Sport
Í gær

England: Forest tapaði heima – Klikkaði á tveimur vítaspyrnum fyrir Villa

England: Forest tapaði heima – Klikkaði á tveimur vítaspyrnum fyrir Villa