Hin vinsæla vefsíða Sofascore heldur utan um tölfræði í Bestu deild karla og má þar því sjá hverjir sköruðu fram úr í fyrstu umferð samkvæmt tölfræðinni.
Athygli vekur að á lista yfir efstu fimm koma tveir frá Val, sem olli miklum vonbrigðum með því að vinna ekki Vestra á heimavelli í fyrsta leik.
Jónatan Ingi Jónsson var ljós punktur í 1-1 jafnteflinu og samkvæmt gögnum Sofascore var hann besti leikmaður fyrstu umferðarinnar með 8,6.
Liðsfélagi hans, Birkir Heimisson, er einnig á lista yfir þá fimm bestu með 8,4 líkt og Gunnar Vatnhamar í Víkingi og Valgeir Valgeirsson í Breiðabliki.
Fimm bestu í 1. umferð
1. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) – 8,6
2. Gunnar Vatnhamar (Víkingur) – 8,4
3. Valgeir Valgeirsson (Breiðablik) – 8,4
4. Birkir Heimisson (Valur) – 8,4
5. Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) – 8,3