Það er líklegt að Leroy Sane skrifi undir nýjan samning við Bayern Munchen samkvæmt Sky í Þýskalandi.
Þessi 29 ára gamli kantmaður hefur verið orðaður við Arsenal, en hann er að verða samningslaus í sumar.
Samkvæmt Sky vill hann þó helst vera áfram hjá Bayern í heimalandinu og mun félagið á næstunni bjóða honum nýjan þriggja ára samning.
Sane gekk í raðir Bayern 2019. Á þessari leiktíð er hann með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 38 leikjum, en oftar en ekki hefur hann komið inn af bekknum.