Ange Postecoglou stjóri Tottenham verður líklgea atvinnulaus í sumar miðað við fréttir dagsins.
Þannig segir Bild í Þýskalandi að Tottenham sé byrjað að ræða við umboðsmann Oliver Glasner.
Glasner er stjóri Crystal Palace og hefur gert vel þar, RB Leipzig vill fá Glasner til starfa.
Postecoglou er í tómu tjóni með Tottenham liðið á sínu öðru tímabili og vilja flestir stuðningsmenn losna við hann.
Glasner hefur gert mjög vel með Palace og var orðaður við FC Bayern síðasta sumar, nú gæti svo farið að hann taki við Tottenham.