Andre Onana, markvörður Manchester United, hefur nú brugðist við ummælum Nemanja Matic um sig.
Onana gekk í raðir United fyrir síðustu leiktíð en hefur ekki heillað marga. Hann sagði að honum þætti sitt lið sigurstranglegra fyrir leikinn gegn Lyon í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld og var Matic spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag, en hann er leikmaður franska liðsins.
„Ef þú ert einn versti markvörður í sögu Manchester United þarftu að passa hvað þú segir. Það væri í lagi ef þetta væri Van der Sar, Schmeichel eða De Gea en Onana, hann er einn sá versti,“ sagði harðorður Matic.
Onana svaraði þessu vel og en skaut létt á Matic í lokin.
„Ég myndi aldrei sýna öðru félagi vanvirðingu. Við vitum að við mætum sterku liði á morgun. Við einbeitum okkur að því að gera stuðningsmennina stolta. Ég hef allavega lyft titlum hjá þessu liði. Það er meira en sumir geta sagt.“