Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er markahæst allra í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir þrennu sína í gær.
Karólína skoraði þrennu í afar fjörugum leik Íslands gegn Sviss í gær, þar sem Stelpurnar okkar lentu 0-2 og 1-3 undir. Lokatölur urðu þó 3-3.
Nú er hún komin með fjögur mörk alls í A-deildinni.
Það var mikilvægt fyrir Ísland að tapa ekki leiknum upp á að halda sér í A-deildinni. Liðið er með 3 stig í þriðja sæti. Sviss er á botninum með stigi minna, Noregur stigi meira og Frakkland langefst. Neðsta liðið fellur en þriða sætið fer í umspil um að halda sér.
Ísland mætir Noregi á útivelli í lok mánaðar og Frökkum heima nokkrum dögum síðar.
🔝⚽️ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leads the scoring charts in League 🅰️ ✨#UWNL || @footballiceland pic.twitter.com/t2Jj6lAvJy
— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) April 9, 2025