Það er útlit fyrir að samkeppni verði um Liam Delap, framherja nýliða Ipswich, í sumar, ef marka má enska miðla.
Delap hefur verið orðaður við Manchester United til að mynda og einnig Chelsea.
Þessi 22 ára gamli leikmaður er kominn með 12 mörk í 30 leikjum fyrir fremur slakt lið Ipswich, sem er á leið aftur niður í B-deildina.
Delap hefur því vakið áhuga stærri liða og nú segir að Newcastle og Tottenham hafi einnig áhuga.
Delap á fjögur ár eftir af samningi sínum og verður því ekki mjög ódýr. Talað hefur verið um 50 milljóna punda verðmiða eða þar um bil.