Kobbie Mainoo miðjumaður Manchester United er mættur aftur til baka eftir meiðsli, hann er í hópnum gegn Lyon í Evrópudeildinni á morgun.
Leikmenn eru að snúa til baka eftir meiðsli hjá United en Luke Shaw er einnig að komast á lappir og ferðast með.
Um er að ræða fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum en leikurinn fer fram í Frakklandi.
Svona er hópurinn sem Ruben Amorim fer með.
Markverðir: Bayindir, Heaton, Onana.
Varnarmenn: Amass, Dalot, Dorgu, Kamason, Kukonki, Lindelof, Maguire, Mazraoui, Shaw, Yoro.
Miðjumenn: Casemiro, Eriksen, Fernandes, Mainoo, Moorhouse, Mount, Ugarte.
Sóknarmenn: Garnacho, Hojlund, Zirkzee.