Það vakti nokkra furðu að Aron Sigurðarson fyrirliði KR var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að keyra inn í Andra Fannar Stefánsson leikmann KA.
Atvikið átti sér stað í leik liðanna á sunnudag en Aron fékk tveggja leikja bann frá aganefnd KSÍ í gær.
Sparkspekingar eru ekki á sama máli hvort Aron hafi átt að fá rautt spjald en flestir virðast á því að tveggja leikja bann sé vel í lagt.
Álíka atvik átti sér stað í leik Arsenal og Real Madrid í gær þegar Thomas Partey keyrði inn í leikmann Real Madrid.
Partey fékk gult spjald að launum en Aron fer í tveggja leikja bann á Íslandi.
Þetta er Gult í Evrópu.
En litlu blómin í bestu deildinni þola ekki að fá öxl í sig pic.twitter.com/EvljxrNy7Z— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) April 8, 2025