Nemanja Matic, fyrrum leikmaður Manchester United og nú Lyon, lét markvörðinn heldur betur heyra það fyrir leik liðanna annað kvöld.
Onana gekk í raðir United fyrir síðustu leiktíð en hefur ekki heillað marga. Hann sagði að honum þætti sitt lið sigurstranglegra fyrir leikinn í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld og var Matic spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag.
„Ef þú ert einn versti markvörður í sögu Manchester United þarftu að passa hvað þú segir,“ sagði harðorður Matic.
„Það væri í lagi ef þetta væri Van der Sar, Schmeichel eða De Gea en Onana, hann er einn sá versti.“
Myndband af þessum mögnuðu ummælum má sjá hér að neðan.
Nemanja Matic has just SAVAGED Andre Onana in response to @SimonPeach 👀
“When you are one of the worst goalkeepers in Man United history, you need to take care what you’re talking about” #mufc pic.twitter.com/lsK5TKSyGc
— Nathan Salt (@NathSalt1) April 9, 2025