Þjálfaraferill Fabio Cannavaro er í brekku en hann var í daginn rekinn úr starfi frá Dinamo Zagreb.
Cannavaro stýrði aðeins fjórtán leikjum hjá Dinamo áður en hann missti starfið.
Cannavaro var þarna að stýra sínu áttunda liði á tíu ára þjálfaraferli sínum.
Þessi fyrrum landsliðsmaður Ítalíu í knattspyrnu fer nú í það að reyna að finna sér nýtt starf.
Cannavaro var kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi árið 2006 eftir að Ítalía varð Heimsmeistari.