Besta deild kvenna hefst í næstu viku og Besta deildin heldur áfram að senda frá sér kynningarefni.
Í síðustu stiklu fyrir Bestu deild kvenna fengum við að kynnast nýjum sérfræðingi deildarinnar, Önnu Svövu Knútsdóttir, og hennar frumlegu aðferðum til að auka veg deildarinnar.
Í nýjustu stiklunni tekur Anna fyrir dómara eða öllu heldur hvernig eigi að haga sér í kringum umdeildar ákvarðanir þeirra. Þá gefur hún einnig Ólafi Kristjánsyni gott ráð sem hún lærði síðasta sumar af þekktum þjálfara í deildinni.