Bandaríska knattspyrnuliðið San Jose Earthquakes gekk heldur langt í færslu á samfélagsmiðlum eftir 6-1 stórsigur á DC United frá höfuðborginni.
San Jose skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að skrifa: „Annar skellur fyrir DC á þeim sjötta,“ en leikurinn fór fram 6. apríl síðastliðinn.
Þarna var verið að vísa til árásar stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021. Þessu var eytt nokkrum klukkustundum eftir birtingu.
Á milli tvö og þrjú þúsund trylltra stuðningsmanna Trump réðust inn í þinghúsið fyrir rúmum fjórum árum, skömmu fyrir innsetningu Joe Biden í embætti forseta.