Manchester City undirbýr rúmlega 50 milljóna punda tilboð í Tijani Reijnders hjá AC Milan samkvæmt fréttum frá Ítalíu.
Reijnders hefur verið orðaður við brottför eftir flott tímabil í Serie A, þar á meðal í ensku úrvalsdeildina og undanfarið við City.
City hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og vill stokka upp í sumar. Reijnders er á meðal leikmanna sem gætu komið.
Um er að ræða 26 ára gamlan miðjumann sem hefur sem fyrr segir átt fínasta tímabil í þó slöku liði Milan.