Barcelona er nánast komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 4-0 sigur á Dortmund í fyrri leik liðanna í kvöld.
Robert Lewandowski mætti með stóra hnífinn og skoraði tvö gegn sínum fyrrum samherjum í Dortmund.
Raphinha skoraði eitt og Lamine Yamal eitt. Ljóst er að þeir þýsku þurfa kraftaverk í næstu viku og meira til svo þeir snúi þessu við.
Í hinum leiknum vann PSG góðan 3-1 sigur á Aston Villa en þeir ensku komust yfir.
Morgan Rogers kom Villa yfir á 35 mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Desire Doue.
Það var svo Khvicha Kvaratskhelia sem skoraði annað mark PSG í síðari hálfleik. Allt stefndi í að Villa væri í ágætis málum fyrir seinni leikinn þegar Nuno Mendes skoraði þriðja markið í uppbótartíma og þar við sat.
PSG fer með góð úrslit í seinni leikinn á Englandi.