Ísland minnkaði muninn gegn Sviss í leik liðanna í Þjóðadeildinni skömmu fyrir hálfleik. Þar var að verki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Um er að ræða uppgjör neðstu liða riðilsins og leikurinn mikilvægur. Það var Geraldine Reuteler sem kom gestunum yfir strax í upphafi leiks og Smilla Vallotti tvöfaldaði forskotið eftir að vörn Íslands hafði verið sundurspiluð.
Karólína minnkaði hins vegar muninn með marki úr aukaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Óhætt er að segja að markvörður Sviss hefði átt að gera betur í markinu, líkt og sjá má hér neðar.
Karólína Lea minnkar muninn úr aukaspyrnu. Þetta var síðasta spyrna hálfleiksins og gefur Íslandi líflínu 🇮🇸 pic.twitter.com/6PD8FxqRZZ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025