Claudio Miguel Vaz er nýr lífvörð Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, hann sér um teymið sem Ronaldo og fjölskylda eru með.
Ronaldo ákvað að skipta út lífverði sínum og fá inn harðhaus sem fjölskyldan er ekki öll sátt við.
Vaz er sagður vera með erfiða nærveru og aggresívur þegar þess þarf.
Fyrrum lífverðir Ronaldo voru rólegir í tíðinni en hann taldi sig þurfa annan mann til að passa upp á öryggi sitt og fjölskyldu.
Vaz hefur starfað fyrir aðra knattspyrnumenn en vann áður í erfiðum verkefnum í Portúgal þar sem hann var þekktur fyrir að hafa starfað í hættulegustu hverfum þar í landi.