Besta deild karla hófst með trompi síðustu helgi og nú styttist í að stelpurnar fari af stað en deildin byrjar 15. apríl.
Næstu daga mun Besta deildin senda frá sér kynningarefni sem er sérstaklega sniðið fyrir Bestu deild kvenna og fyrsta stiklan kom út í dag. Í stiklunni má sjá nýjan „ráðgjafa“ Bestu deildar kvenna, Önnu Svövu Knútsdóttir, kynna nýjar áherslur deildarinnar fyrir nýliðana í FHL.
Anna bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðarmenn sínir og aðferðir hennar við auka veg Bestu deildar kvenna kunna að hljóma undarlega.