fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
433Sport

Karólína Lea: „Ég hristi hausinn og skildi ekki hvað var í gangi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði öll mörk Íslands í 3-3 jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í dag.

Sviss komst í 0-2 snemma leiks og fyrri hálfleikur Íslands var hrein skelfing. Karólína minnkaði þó muninn úr aukaspyrnu undir lok hans.

„Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur, ég hristi hausinn og skildi ekki hvað var í gangi,“ sagði hún við 433.is eftir leik.

Ísland skoraði mjög slysalegt sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks en svarðai með tveimur mörkum frá Karólínu. Stelpurnar okkar voru manni fleiri síðustu tuttugu mínútur leiksins.

„Við gerðum vel í seinni hálfleik þó við fáum auðvitað högg. Við hefðum getað stolið sigrinum í lokin en það tókst ekki.“

En var Karólína ekki sátt við sinn leik? „Jájá, en ég hefði samt viljað taka sigur. Við eigum að vinna þetta í lokin en það gekk ekki í dag,“ sagði hún.

Ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið
433Sport
Í gær

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn
433Sport
Í gær

United sagt vera með fjóra markverði á blaði fyrir sumarið

United sagt vera með fjóra markverði á blaði fyrir sumarið