Knattspyrnusambandið í Brasilíu er að leita að þjálfara og er sambandið sagt horfa til Jose Mourinho sem möguleika í starfið.
Carlo Ancelotti hefur lengi verið á blaði en hann hefur ekki viljað hætta með Real Madrid.
Dorival Junior var rekinn úr starfi á dögunum og er leitað að eftirmanni hans.
Globo í Brasilíu segir að Mourinho, Ancelotti, Jorge Jesus og Abel Ferreira séu á blaði.
Mourinho er sagður hafa áhuga á starfinu sem er eitt það stærsta í fótboltanum.