Það er óhætt að segja að íslenska kvennalandsliðið fari ekki vel af stað í leik sínum gegn Sviss í Þjóðadeildinni, en hann stendur nú yfir og tæpur hálftími liðinn.
Um er að ræða uppgjör neðstu liða riðilsins og leikurinn mikilvægur. Það var Geraldine Reuteler sem kom gestunum yfir strax í upphafi leiks og Smilla Vallotti tvöfaldaði forskotið eftir að vörn Íslands hafði verið sundurspiluð.
Hér að neðan má sjá mörk leiksins það sem af er.
Sviss er komið yfir gegn Íslandi! Hár bolti inn fyrir og Reuteler hafði mikinn tíma til að athafna sig 🇨🇭 pic.twitter.com/2RR7jTNOxx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Sviss er komið í 0-2 forystu á Þróttarvelli! 🇮🇸 pic.twitter.com/KD1Y2iMrV2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025