Jude Bellingham miðjumaður Real Madrid var vægast sagt reiður eftir tap liðsins gegn Valencia í spænsku deildinni um helgina.
Bellingham var reiður þegar hann gekk af velli og ákvað að láta VAR skjáinn fá það.
Enski landsliðsmaðurinn sparkaði í skjáinn þegar hann gekk af velli en skjárin stóð það af sér.
Bellingham þarf að jafna sig fljótt því í kvöld fer liðið í leik gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Bellingham kicking the Var equipment after the valencia loss 💀pic.twitter.com/p7rrlXngJh
— 🕊️ (@MagicalXavi) April 6, 2025