Alvaro Morata landsliðsmaður frá Spáni og Alice Campello ákváðu síðasta sumar að skilja eftir níu ára samband en þau eiga fjögur börn saman. Fimm mánuðum síðar tóku þau aftur saman.
Morata og Alice áttu erfitt samband síðasta sumar sem endaði með því að þau fóru í sitthvora áttina.
Nokkrum mánuðum eftir skilnaðinn fóru að renna á þau tvær grímur um það hvort þetta hefði verið rétt skref.
„Þetta voru stærstu mistök sem við höfum gert í lífinu,“ segir Campello við spænska fjölmiðla í dag.
„Við segjum þetta á hverjum degi, ég veit ekki hvernig við komumst að þessari ákvörðun. Reynslan hefur kennt okkur hvernig lífið er án hvors annars.“
„Það er auðvelt að detta í þunglyndi eða eiga sína slæmu tíma,“ sagði Alice.
Hún eignaðist stelpuna Bellu árið 2023 og hafði eftir það átt erfitt, Bella var nálægt því að deyja í fæðingu.
„Þetta breytti mér, ég var ekki sú sama eftir þetta í langan tíma en áttaði mig ekki á því.“
„Ég á mjög gott samband við föður minn, hann var reiður þegar við ákváðum að skilja. Hann skildi ekki hvernig fólk sem elskaði hvort annað gat slátrað svona fallegu sambandi.“
„Ég er þakklát fjölskyldu minni fyrir þeirra gildi og hvernig þau komu þeim í mig.“
Morata gekk í raðir Galatasaray í janúar og fjölskyldan er ánægð í Tyrklandi. „Það hefur gert okkur mjög gott, vera á stað þar sem við erum bara ein saman,“ segir Alice.
„Við erum afslöppuð hérna, fáir þekkja okkur úti á götum og við lifum bara eðlilegu lífi.“