Aron Sigurðarson, leikmaður KR, fær tveggja leikja bann í kjölfar rauða spjaldsins sem hann fékk fyrir að slá til leikmanns KA í jafntefli liðanna um helgina.
Aron, sem er besti leikmaður KR, fékk beint rautt spjald í leiknum og sjálfkrafa eins leiks bann, en Aganefnd KSÍ hefur þyngt það í tvo leiki.
Gylfi Þór Sigurðsson fékk einni beint rautt spjald í leik Víkings gegn ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar fyrir glæfralega tæklingu. Hans bann stendur þó og verður hann aðeins í banni í einum leik.
Aron missir af leikjum KR gegn Val og FH en Gylfi Þór missir af leik Víkings gegn gegn KA.