Stuðningsmenn West Ham eru þeir stuðningsmenn á Englandi sem beita mesta ofbeldinu í ensku úrvalsdeildinni.
317 stuðningsmenn West Ham hafa verið handteknir á síðustu fimm árum í deildinni þegar kemur að ofbeldi.
West Ham sker sig úr en Manchester United og Manchester City koma þar á eftir.
Þar á eftir eru þrjú lið frá London þar sem ofbeldið er nokkuð algengt á síðustu fimm árum.
Efstu tíu liðin:
1 – West Ham United – 317
2 – Manchester United – 266
3 – Manchester City – 259
4 – Arsenal – 192
5 – Chelsea – 179
6 – Spurs – 176
7 – Everton – 170
8 – Leicester City – 154
9 – Newcastle United – 148
10 – Liverpool – 146