fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
433Sport

Real Madrid án nokkurra stjarna gegn Arsenal – Fá samt góðar fréttir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. apríl 2025 12:35

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vantar nokkra öfluga leikmenn í lið Real Madrid sem mætir Arsenal annað kvöld í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fyrri leikurinn fer fram á Emirates á morgun og þrátt fyrir að vera án nokkurra nafna fengu stuðningsmenn Real Madrid þær frábæru fréttir að markvörðurinn Thibaut Courtouis sé kominn aftur fyrir leikinn.

Belginn hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla og þurfti Real Madrid að nota þriðja markvörð sinn í tapinu gegn Valencia í síðasta leik þar sem Andriy Lunin er nú líka frá.

Fyrrum Arsenal maðurinn Dani Carvajal, Eder Militao, Dani Ceballos og Ferland Mendy hafa þá allir verið frá undanfarið og ná þeir ekki leiknum á morgun.

Þá verður Real Madrid einnig án Aurelien Tchouameni þar sem hann er í banni í fyrri leiknum.

Arsenal hefur einnig verið að glíma við meiðsli og verður til að mynda án hins afar mikilvæga Gabriel, miðvarðar síns, út tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gera með sér nýjan þriggja ára samning

Gera með sér nýjan þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arftaki De Bruyne klár?

Arftaki De Bruyne klár?