Gylfi Þór Sigurðsson sá rautt í sínum fyrsta keppnisleik þegar Víkingur vann sigur á ÍBV í Bestu deildinni í kvöld.
Daníel Hafsteinsson hafði þá nýlega komið Víkingum yfir.
Gylfi fékk rautt fyrir nokkuð grófa tæklingu úti á miðjum velli, fór dómarinn beint í vasa sinn og rak Gylfa af velli.
Gunnar Vatnhamar tryggði Víking 2-0 sigur en ljóst er að Gylfi Þór er á leið í leikbann.
Rauða spjaldið má sjá hér að neðan.