Shaun Wright-Phillips, fyrrum landsliðsmaður Englands, spyr sig að athyglisverðri spurningu sem tengist vængmanninum Bukayo Saka.
Saka er frábær vængmaður og leikur með Arsenal en hann er samningsbundinn félaginu til 2027.
Það hefur gengið illa hjá Saka að vinna titla með uppeldisfélaginu og ef hlutirnir breytast ekki á næstunni gæti hann hugsað um að yfirgefa félagið að sögn Wright-Phillips.
,,Varðandi Saka, er þetta leikmaður sem vill spila fyrir eitt félag allan ferilinn eða vill hann fara eitthvað og vinna titla?“ sagði Wright-Phillips.
,,Ég er ekki að segja að Arsenal gæti ekki unnið eitthvað en leikmenn vita það að ef þeir semja við Real Madrid þá vinna þeir medalíu á hverju ári.“
,,Það gæti verið eitthvað sem þeir hugsa um. Ég sé það að Saka og William Saliba elska félagið og ef þeir skrifa ekki undir nýjan samning kæmi það mér á óvart.“