fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
433Sport

Borðaði sjaldan grænmeti en flutti svo í nýtt land – ,,Ég borða þá eins og snakk“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. apríl 2025 10:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott McTominay, leikmaður Napoli á Ítalíu, hefur fundið ‘nýtt áhugamál’ á Ítalíu en það eru ávextir og grænmeti.

McTominay segir sjálfur frá þessu en hann er skoskur og er uppalinn hjá Manchester United á Englandi en var seldur til Ítalíu.

Hann segir að grænmetið og ávextirnir í Bretlandi eigi ekki roð í það sem er í boði á Ítalíu en hann var langt frá því að vera hrifinn af tómötum áður en hann færði sig um set.

Í dag er McTominy mikill aðdáandi tómata en segir að hann gæti aldrei upplifað það sama í heimalandinu eða þá á Englandi.

,,Ég borðaði aldrei tómata heima hjá mér, þetta er bara rautt vatn. Á Ítalíu þá smakkast þeir eins og tómatar,“ sagði McTominay.

,,Ég borða þá eins og snakk! Ég borða allt grænmeti hérna, þetta er svo ferskt. Munurinn er ótrúlegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Aukaspyrnumark Rúnars tryggði ÍA frábæran sigur

Besta deildin: Aukaspyrnumark Rúnars tryggði ÍA frábæran sigur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ange virðist skjóta á sitt eigið félag: ,,Ansi gott miðað við Tottenham“

Ange virðist skjóta á sitt eigið félag: ,,Ansi gott miðað við Tottenham“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

17 ára en verður einn sá launahæsti

17 ára en verður einn sá launahæsti