Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, er á því máli að félagið þurfi að sækja sex leikmenn í sumarglugganum á þessu ári.
Carragher býst við að leikmenn séu að kveðja félagið en Mohamed Salah, Trent Alexander Arnold og Virgil van Dijk eru allir að verða samningslausir.
Carragher segir að Liverpool þurfi vinstri bakvörð sem geti veitt Andy Robertson samkeppni og þá hafsent sem getur verið til vara fyrir Van Dijk og Konate.
Hann vill einnig fá bæði djúpan og framliggjandi miðjumann sem og vinstri vængmann sem getur skilað svipuðum tölum og Salah.
Að lokum þá vill Englendingurinn fá nýjan framherja inn í sumar en Darwin Nunez hefur alls ekki staðist væntingar eftir komu frá Benfica á sínum tíma.