Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segist ekki vera ástfanginn af fótboltanum í dag á sama hátt og hann var fyrir tíma myndbandstækninnar VAR.
Postecoglou og hans menn töpuðu 1-0 gegn grönnum sínum Chelsea á fimmtudag þar sem liðið skoraði mark sem var tekið af.
Ástralinn telur að dómurinn hafi verið umdeildur en brotið var á miðjumanninum Moises Caidedo áður en Pape Sarr kom boltanum í netið.
,,Ég bara skil þetta ekki. Sem manneskjur þá erum við svo vanar að samþykkja allt svona þessa dagana,“ sagði Postecoglou.
Postecoglou var svo spurður út í það hvort hann væri ekki lengur ástfanginn af fótboltanum og svaraði játandi.
,,Ekki spurning, þetta er ekki leikurinn sem ég elskaði. Kannski hefur England haft stór áhrif á mig og þá aðallega gamla fyrsta deildin.“
,,Ég er að tapa áhuganum á fótbolta því ég elska að fagna mörkum og ég þurfti að finna fyrir því gegn Chelsea. Ég sé til þess að ég geri það ekki aftur.“