David Moyes, stjóri Everton, setti magnað met í vikunni er hann mætti liði Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni.
Moyes er mikill reynslubolti í ensku úrvalsdeildinni en hann var lengi hjá Everton áður en hann færði sig til liða eins og Manchester United, Sunderland og West Ham.
Moyes var ráðinn til starfa hjá Everton á nýjan leik fyrr á þessu ári og tapaði 1-0 á Anfield í miðri viku.
Skotinn setti met með þessu tapi en hann er sá fyrsti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að tapa 20 útileikjum í röð gegn einu liði sem er í þessu tilfelli, Liverpool.
Það hefur svo sannarlega gengið illa hjá Moyes í þessum grannaslag í gegnum árin en hann hóf störf í efstu deild árið 2002.