Blaðamaðurinn Julio Suarez sem starfar fyrir El Chiringuito greinir frá því að stórt félag á Englandi sé að horfa til Julen Lopetegui.
Lopetegui þekkir vel til Englands en hann var hjá West Ham um tíma en entist aðeins í átta mánuði.
Suarez segir að ‘stórt félag’ á Englandi vilji ráða Lopetegui en hann vildi ekki nafngreina liðið.
Lopetegui hefur verið orðaður við Rayados í Mexíkó eftir brottrekstur Martin Demichelis en mun ekki taka við því starfi.
,,Það er lið þarna en ég get ekki nafngreint þaðp. Ég veit að það er lið þarna sem er spennt fyrir honum,“ sagði Suarez.
,,Er þetta stórt lið? Þetta er risastórt lið, topplið en nei, nei, nei ég get ekki sagt frá því.“