fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
433Sport

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. apríl 2025 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik sinna manna við Breiðablik.

Leikurinn tapaðist 2-0 á erfiðum útivelli og má segja að Íslandsmeistararnir hafi átt sigurinn skilið.

Afturelding komst upp í Bestu deildina síðasta sumar og fékk svo sannarlega erfiða byrjun gegn sterkum Blikum.

  • ,,Að einhverju leyti var spennustigið of hátt. Um leið og skrekkurinn fór úr okkur í seinni hálfleik þá var meiri bragur á okkur og meira hugrekki. Við hefðum átt að byrja þetta sterkari,“ sagði Magnús við Stöð 2 Sport.

,,Það sem pirrar mig mest að við náðum ekki að spila meira, við náðum ekki að koma okkur ofar, það fór í taugarnar á mér. Við náðum ekki að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiks.“

,,Við fórum yfir það í hálfleik að við þyrftum að vera hugrakkari og þora að spila, við þurftum að vera hugaðari. Við höfðum engu að tapa 2-0 undir eftir fyrri hálfleik. Þetta var frumsýning sem kannski sat í mönnum í byrjun.“

Magnús ræddi svo bróður sinn, Anton Ara Einarsson, sem átti frábæran leik í marki Breiðabliks í kvöld.

,,Hann var góður sko en hérna, það var pirrandi að hann hafi verið að verja. Ég er yfirleitt ánægður með þegar hann er að verja en í dag var ég ekki alveg nógu ánægður. Hann var góður, hann má eiga það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: City svaraði með fimm mörkum

England: City svaraði með fimm mörkum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk lítil sem engin ráð frá Pochettino – ,,Það eina sem hann sagði var að ég ætti að vera ég sjálfur“

Fékk lítil sem engin ráð frá Pochettino – ,,Það eina sem hann sagði var að ég ætti að vera ég sjálfur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Veit af ‘rottu’ sem er að leka upplýsingum í fjölmiðla – ,,Höfum hugmynd um hvaðan það kemur“

Veit af ‘rottu’ sem er að leka upplýsingum í fjölmiðla – ,,Höfum hugmynd um hvaðan það kemur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umræðan á algjörum villigötum – „Að segja þær styðja við þjóðarmorð er bara mesta þvæla sem ég hef heyrt í lífi mínu“

Umræðan á algjörum villigötum – „Að segja þær styðja við þjóðarmorð er bara mesta þvæla sem ég hef heyrt í lífi mínu“
433Sport
Í gær

Ramsdale á blaði West Ham fyrir sumarið

Ramsdale á blaði West Ham fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Newcastle vill sækja tvo enska landsliðsmenn í sumar

Newcastle vill sækja tvo enska landsliðsmenn í sumar