Albert Guðmundsson spilaði 59 mínútur fyrir lið Fiorentina í kvöld sem mætti AC Milan í efstu deild á Ítalíu.
Fiorentina byrjaði leikinn gríðarlega vel og komst í 2-0 en Milan náði að koma til baka og jafnaði í 2-2.
Albert var í byrjunarliði Fiorentina en hann var tekinn af velli í seinni hálfleik ásamt Danilo Cataldi.
Fiorentina er í áttunda sæti deildarinnar með 52 stig og á enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti.
AC Milan er sæti neðar og með fjórum stigum minna og gerir sér vonir um Evrópusæti.