Fyrsta mark Íslandsmótsins 2025 er komið en Breiðablik er nú að vinna Aftureldingu með einu marki gegn engu.
Það var besti maður síðasta árs, Höskuldur Gunnlaugsson, sem skoraði markið á heimavelli Blika í kvöld.
Staðan er 1-0 þegar þetta er skrifað en Breiðablik fékk vítaspyrnu snemma leiks sem Höskuldur nýtti.
Höskuldur er fyrirliði og einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Blika og byrjar mótið af krafti.
Það er þó nóg eftir af leiknum en Afturelding er að spila sinn fyrsta leik í Bestu deildinni eftir að hafa komist upp á síðasta ári.