Kevin de Bruyne ætlar ekki að elta peningana í sumar er hann yfirgefur lið Manchester City.
Athletic greinir frá en Belginn hefur verið orðaður við Sádi Arabíu sem býður leikmönnum risalaun ef þeir koma til landsins.
De Bruyne hefur staðfest það að hann yfirgefi City í sumar en hann hefur leikið með liðinu undanfarin tíu ár.
Athletic segir að De Bruyne sé að hugsa um hag fjölskyldunnar og vilji mun frekar færa sig til Bandaríkjanna en Sádi.
De Bruyne veit af því að launin eru töluvert lægri í Bandaríkjunum en hann er einnig orðaður við Tyrkland.