Marcus Rashford verður að taka á sig launalækkun ef hann vill vera áfram í herbúðum Aston Villa í sumar.
Rashford er á láni hjá Villa en félagið getur keypt hann fyrir 40 milljónir punda í sumar.
Rashford er með yfir 300 þúsund pund á viku hjá United. Þau laun fær hann ekki hjá Villa.
Rashford hefur verið frábær hjá Villa síðustu vikur og er byrjaður að skora og leggja upp mörk.
Ekki er talið að United vilji hann aftur en Ruben Amorim vildi losna við Rashford vegna þess hvernig hann hagaði sér á æfingasvæðinu.