Knattspyrnudómari í Frakklandi óttaðist um líf sitt þegar hann dæmi leik hjá U17 ára liðum þar í landi á sunnudag. Málið er á borði lögreglu.
Simon sem er aðeins 19 ára gamall er að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu og dæmdi leik Chaville og Boulogne-Billancourt á sunnudag.
Tveir leikmenn Boulogne-Billancourt ruddust inn í klefa hans eftir leik þar sem þeir voru ekki parsáttir með frammistöðu Simon.
Þrír aðrir aðilar stóðu svo fyrir utan og tóku allt upp. „Ef þeir hefðu verið með hulin andlit þá hefðu þeir barið mig. Þeir vildu læsa klefanum, ég tók það ekki í mál,“ sagði Simon við franska fjölmiðla.
„Þeir ætluðu sér að berja mig, ég óttaðist verulega um líf mitt.“
Simon sagðist hafa sloppið út í gegnum bakdyr þar sem hann fann gæslu og þar hringdi hann í lögregluna. Voru aðilarnir tveir handteknir á vettvangi.