Ensku dómarasamtökin viðurkenna mistök sín og að James Tarkowski hefði átt að fá rautt spjald í leik Everton gegn Liverpool í gær.
Þetta kom ekki að sök þar sem Liverpool vann 1-0 með marki Diogo Jota og er með 12 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Það er þó óhætt að segja að það sem flestir eru að tala um eftir leik er brot Tarkowski, sem var heldur gróft. VAR ákvað þó að gera ekkert í málinu.
Nú hefur PGMOL, dómarasamtök Englands, viðurkennt mistök sín og að VAR hefði átt að breyta gula spjaldi Tarkowski í rautt.