Jaycee Roberts, leikmaður í ensku utandeildinni, er látinn aðeins 25 ára að aldri. Lést hann eftir baráttu við krabbamein.
Roberts skilur eftir sig konu og þriggja ára son. Í yfirlýsingu frá félagi hans, Bradwell, er honum lýst sem einstökum manni.
„Elsku Jaycee Roberts okkar er látinn aðeins 25 ára gamall eftir hugrakka baráttu við krabbamein. Hjörtu okkar allra eru brotin eftir fráfall hans og allra þeirra sem þekktu hann,“ segir þar meðal annars.
„Jaycee var meira en maki, faðir, sonur og bróðir. Honum fylgdi hlýja, styrkur og húmor hvert sem hann fór.“