Margir stuðningsmenn Liverpool eru reiðir þar sem James Tarkowski, leikmaður Everton, slapp við að fá rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Alexis Mac Allister í leik liðanna í gær.
Þetta kom ekki að sök þar sem Liverpool vann 1-0 með marki Diogo Jota og er með 12 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Það er þó óhætt að segja að það sem flestir eru að tala um eftir leik er brot Tarkowski, sem var heldur gróft.
Sem fyrr segir fékk hann þó aðeins gult spjald og með þessu fór hann í sögubækurnar. Enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur fengið eins mörg gul spjöld og hann án þess að fá rautt, eða 63 talsins.
63 – James Tarkowski now has the joint most yellow cards without ever being sent off in Premier League history (63). Physical. pic.twitter.com/arZXhrRYRZ
— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2025