Jack Grealish skoraði loksins mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er Manchester City mætti liði Leicester.
Grealish hefur upplifað ansi slæmt tímabil hingað til en hann fékk að byrja gegn fallbaráttuliðinu.
Leiknum lauk með 2-0 sigri en Omar Marmoush skoraði seinna mark Englandsmeistarana eftir varnarmistök.
Grealish hefur skorað 16 mörk í 152 leikjum fyrir City eftir komu frá Aston Villa og eru margir sem heimta að hann geri meira fram á við.
Vængmaðurinn var að spila sinn 17. deildarleik á tímabilinu og komst loksins á blað en heilt yfir hefur hann gert tvö mörk í 27 leikjum.