Það er komið á hreint að Gabriel, miðvörður Arsenal, verður frá út tímabilið.
Þetta er mikið högg fyrir Arsenal, sem er á leið í leiki gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er á þriðjudag.
Gabriel meiddist aftan á læri í sigri Arsenal á Fulham í fyrradag. Nú er ljóst að hann þarf að fara í aðgerð og verður frá út tímabilið.
Síðan mun Brasilíumaðurinn hefja endurhæfingu og markmiðið ku vera að ná fyrsta leik næsta tímabils.