Mikil slagsmál brutust út undir lok stórleiks Fenerbahce og Galatasaray í Tyrklandi í gær. Jose Mourinho, stjóri fyrrnefnda liðsins, átti að sjálfsögðu sinn þátt í því.
Mikill rígur er á milli liðanna, en allt sauð upp úr eftir leik liðanna fyrr á leiktíðinni einnig.
Leiknum í gær lauk með 2-1 sigri Galatasaray en mikil slagsmál brutust út í uppbótartíma. Þá fengu tveir leikmenn Gala og einn leikmaður Fenerbahce rautt spjald. Þó var enginn þeirra inni á vellinum á þeim tíma.
Mourinho virtist þá klípa Okan Buruk, stjóra Galatasaray, eftir leik með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi féll til jarðar með tilþrifum.
Portúgalska goðsögnin var dregin í burtu, en myndband af þessu er hér að neðan.
Jose Mourinho'nun Okan Buruk'un burnunu sıktığı anpic.twitter.com/5B9z1Uia1E
— De Marke Sports (@demarkesports) April 2, 2025