Besta deildin hefst ekki eftir 2 daga og spennan er í hámarki. Besta deildin heldur áfram að senda frá sér kynningarefni í aðdraganda mótsins og nýjasta viðfangsefnið er ÍA.
Það var mikið drama í næst síðustu umferð mótsins í fyrra þegar ÍA mætti þáverandi meisturum Víkings í hörkuleik. Flestir sparkspekingar voru á því að dómari leiksins hafi gert mistök þegar hann dæmdi löglegt mark af ÍA og allt ætlaði um kolla að keyra.
Í stikklunni sjáum við Elías Inga dómara sem einmitt dæmdi umræddan leik mæta þeim Jóni Þór Hauksyni og Viktori Jónssyni þjálfara og leikmanni ÍA við afar óþæginlegar kringumstæður.