Margir stuðningsmenn Liverpool eru reiðir þar sem James Tarkowski, leikmaður Everton, slapp við að fá rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Alexis Mac Allister í leik liðanna í gær.
Þetta kom ekki að sök þar sem Liverpool vann 1-0 með marki Diogo Jota og er með 12 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Það er þó óhætt að segja að það sem flestir eru að tala um eftir leik er brot Tarkowski, sem var heldur gróft. VAR ákvað þó að gera ekkert í málinu.
Það sem færri tóku sennilega eftir er að Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, virtist hefna sín fyrir brotið á liðsfélaga sínum síðar í leiknum með því að grýta Tarkowski til jarðar.
Enskir miðlar vekja nú athygli á þessu, en atvikið sem um ræðir er hér að neðan.
Van Dijk putting Tarkowski in his place 😂😂😂pic.twitter.com/I4qsRVdS0A
— Raws (@Raws_LFC) April 2, 2025