Vefsíðan The Upshot rifjar gjarnan upp áhugaverðar sögur af knattspyrnumönnum utan vallar. Hún tók fyrir uppátæki Rio Ferdinand, Frank Lampard og Kieran Dyer í kringum aldamótin fyrir.
Þá voru þremenningarnir aðeins 21 árs og í sumarfríi í Ayia Napa, en þeir voru ekki valdir í enska landsliðshópinn fyrir EM 2000. Ferdinand og Lampard voru á mála hjá West Ham þarna en Dyer hjá Newcastle.
Það var töluvert um drykkju og kynlíf í ferðinni og hefur Dyer rifjað upp síðar að þeir hefðu getað sofið hjá þremur konum á dag, hefðu þeir viljað það, í ljósi frægðarinnar sem þeir höfðu nýlega hlotið.
Allt fór þó úrskeiðis þegar kynlífsathafnir þeirra eitt kvöldið náðust á myndband. Sagan segir að vinir Ferdinand hafi verið með myndavélina á lofti.
Í myndskeiðinu má herya Lampard segja: „Haltu áfram elskan, haltu áfram,“ við eina af þeim konum sem voru mættar á hótelið þeirra.
Allt þetta endaði í ensku götublöðunum og myndir af þeim félögum að stunda kynlíf fóru á flug.
Sem fyrr segir hefur Dyer síðan opnað sig um atvikið og fréttaflutninginn. Hann sagði til að mynda að móðir hans hafi sagt honum að skammast sín eftir að hún sá umfjöllun í blöðunum.