Andrea Berta, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, er búinn að funda með fulltrúum Nico Williams hjá Athletic Bilbao.
Foot Mercato fjallar um málið, en Williams er eftirsóttur spænskur landsliðsmaður. Hann hefur til að mynda verið orðaður við Barcelona en einnig Arsenal.
Arteta hefur sagt að stór félagaskiptagluggi sé framundan fyrir Arsenal og ljóst að Berta, sem lengi vel var í sama starfi hjá Atletico Madrid, verður þar í lykilhlutverki.
Samkvæmt þessum fréttum hefur hann þegar látið til sín taka með því að reyna að landa kantmanninum Williams.